Grindavík hafði betur gegn KR í Smáranum í kvöld í lokaumferð Bónus deildar karla.
Grindvíkingar voru þegar öruggir í úrslitakeppni deildarinnar, en KR hefði þurft að vinna eða treysta á að Keflavík tapaði í Þorlákshöfn til þess að eiga möguleika á að vera með. Grindavík mun mæta Íslandsmeisturum Vals í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Víkurfréttir ræddu við Jóhann Þór Ólafsson þjálfara Grindavíkur eftir leik í Smáranum.
Viðtal upphaflega birt á vef Víkurfrétta