spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHekla Nökkvadóttir með tröllatvennu í sigri Grindavíkur

Hekla Nökkvadóttir með tröllatvennu í sigri Grindavíkur

Í kvöld áttust við Fjölnir B og Grindavík í 1. deild kvenna. Grindavík er að mæta til leiks í 1. deild kvenna eftir að liðið féll úr Dominos-deildinni á seinasta tímabili meðan Fjölnir teflir fram B-liði í 1. deild eftir að A-liðið tók sæti Grindavíkur í efstu deild.

Grindavík teflir fram nánast nýju liði frá því í fyrra en alls hafa 8 mínútuhæstu leikmenn liðsins annað hvort hætt eða farið í önnur lið og aðeins Natalía Jónsdóttir og Hekla Eik Nökkvadóttir spiluðu yfir 10 mínútur að meðaltali í leik í fyrra. Það mun því mæða mikið á þeim í vetur sem og Huldu Björk Ólafsdóttur sem fór vaxandi á síðasta tímabili.

Fjölnir B er skemmtileg blanda af miklum reynsluboltum eins og Berglindi Karen Ingvarsdóttur og Erlu Sif Kristinsdóttur og síðan leikmönnum A-liðsins sem ekki eru meðal 7 mínútuhæstu leikmönnum þess. Í þessum leik voru t.d. Fanndís Sverrisdóttir og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir að spila sem voru máttarstólpar í liði Fjölnis í 1.deild í fyrra en spila minna hlutverk hjá liðinu í efstu deild. Einnig er vert að nefna Diljá Ögn Lárusdóttir, unga og efnilega stelpu úr Fjölni er körfuboltaáhugamenn ættu að fylgjast með þeirri stúlku.

Leikurinn var jafn í upphafi en Grindavík náði hægt og rólega upp örlitlum mun og voru 10 stigum yfir í hálfleik, 31-41. En snemma í 3ja leikhluta tók Hulda öll völd á vellinum og setti 8 stig í röð og kom Fjölni yfir 50-49. Seinni hálfleikur hélt áfram að vera jafn og skemmtilegur. Snemma í fjórða leikhluta fékk Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Grindavíkur, dæmdar á sig tvær tæknivillur og því var hún rekin út úr húsi en á þeim tímapunkti var Grindavík 3 stigum yfir. Fjölnir jafnar en Hekla Eik setur síðan 5 stig í röð fyrir Grindavík. Fjölnir lendir því í að elta en ná að jafna 71-71 þegar um tvær mínútur eru eftir. Bæði lið settu stórar körfur í framhaldinu en stolin bolti hjá Huldu og auðveld tvö stig þegar 40 sekúndur voru eftir bjuggu til tveggja körfu forskot fyrir Grindavík sem Fjölnir náði ekki að vinna niður á þessum stutta tíma sem eftir var. Bráðfjörugur leikur þar sem bæði lið hefðu getað unnið en Grindavíkurstúlkur gerðu vel að halda haus eftir að þjálfarinn var rekin út úr húsi og klára leikinn með sigri.

Atkvæðamestar í sigurliði Grindavíkur voru Hekla Eik Nökkvadóttir með stórkostlega tvennu, 21 stig og 21 fráköst og bætti einnig við 6 stoðsendingum, Natalía Jenný Jónsdóttir með 20 stig og 5 fráköst og Hulda Björk Ólafsdóttir með 17 stig og 4 stolna

Hjá Fjölni B var Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 18 stig, Fanndís Sverrisdóttir með 17 stig og 11 fráköst og Sara Diljá Sigurðardóttir með 9 stig.

Næsti leikur Grindavíkur á laugardaginn gegn ÍR í Seljaskóla en Fjölnir B mæta Njarðvík saman dag í Njarðtaks-gryfunni.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd / Grindavík FB

Fréttir
- Auglýsing -