spot_img
HomeFréttirHekla Eik framlengir við Grindavík

Hekla Eik framlengir við Grindavík

Nýliðar Grindavíkur eru þessa dagana að safna liði fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna. Liðið sem sigraði 1. deildina á síðustu leiktíð hefur ný tryggt áframhaldandi veru lykilmanns liðsins, Heklu Eik Nökkvadóttir.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hekla Eik stimplað sig inn sem lykilmaður í liði Grindavíkur og var með 16,6 stig, 6,4 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Tilkynningu Grindavíkur má finna hér að neðan:

Hekla Eik Nökkvadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika með félaginu í úrvalsdeild kvenna á komandi keppnistímabili. Hekla lék frábærlega með liði Grindavíkur í 1. deildinni á síðasta tímabili og var valin besti ungi leikmaður deildarinnar.

„Við erum gríðarlega ánægð að Hekla Eik verði áfram hjá Grindavík. Hún býr yfir miklum hæfileikum og er lykilleikmaður í liði Grindavíkur. Við lögðum mikla áherslu á að halda kjarna liðsins frá síðasta tímabili og virkilega ánægjulegt að það hafi tekist,“ segir Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.

Hekla Eik er 17 ára gömul og var með 16,6 stig að meðaltali á síðustu leiktíð. Hún tók einnig 6,4 fráköst að meðaltali og gaf 4,5 stoðsendingar í leik.

Fréttir
- Auglýsing -