spot_img
HomeFréttirHeimir skoðar sig um í Canberra - Tekur þátt í NBA Global...

Heimir skoðar sig um í Canberra – Tekur þátt í NBA Global Academy

Njarðvíkingurinn Heimir Gamalíel Helgason er núna staddur í Ástralíu þar sem hann skoðar aðstæður í höfuðborginni Canberra. Heimir hefur fengið boð um að æfa með NBA Global Academy liðinu í borginni.

Helgi Már Helgason faðir Heimis er með honum úti en ef Heimir ákveður að þiggja boðið þá er um tveggja ára verkefni að ræða. Gríðarlega spennandi tækifæri hér á ferð og það er ljóst að það verður ánægjulegt að fylgjast með Heimi og verkefnum hans í framtíðinni. Heimir er nýútskrifaður úr 10. bekk og hefur þegar vakið verðskuldaða athygli fyrir utan landsteinanna, en hann mun í sumar leika fyrir undir 16 ára lið Íslands á Norðurlanda- og Evrópumóti.

Nánar um NBA Academy

Fréttir
- Auglýsing -