spot_img
HomeFréttirHeimavöllur Keflavíkur verður TM-höllin

Heimavöllur Keflavíkur verður TM-höllin

TM undirritaði samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun hér eftir bera nafnið TM Höllin, en heimavöllurinn mun bera þetta nafn næstu árin. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna KKDK rennur beint til KKDK í formi styrks.
 
Undirbúningur Keflavíkur fyrir komandi tímabil stendur nú sem hæst hjá bæði karla- og kvennaliði félagsins en Íslandsmótið hefst í byrjun október. Fyrsti formlegi leikurinn í TM Höllinni verður þó 1. september nk. þegar ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki taka á móti Val í fyrirtækjabikar KKÍ kl. 19:15. Þá mun Ljósanæturmótið 2013 í karla- og kvennaflokki fara fram í TM Höllinni dagana 3. – 5. september.
 
Mynd: Sævar Sævarsson, varaformaður KKDK, og Arnheiður Leifsdóttir, verkefnastjóri markaðs- og upplýsingamála hjá TM við undirritun samningsins.
  
Frétt og mynd/ www.keflavik.is
Fréttir
- Auglýsing -