Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa í ACB deildinni á Spáni unnu góðan heimasigur á Bilbao í gær en á sama tíma mátti Jón Arnór Stefánsson sætta sig við tap á útivelli gegn Asefa Estudiantes.
Asefa Students 67-63 CAI Zaragoza
Jón Arnór Stefánsson lék í tæpar 19 mínútur í leiknum og skoraði 2 stig. Þá var Jón með 4 fráköst og tvær stoðsendingar í leiknum en hann brenndi af þremur þriggja stiga skotum í leiknum en Rafael Hettsheimer var atkvæðamestur í liði Zaragoza með 21 stig.
Assignia Manresa 81-73 Bizkaia Bilbao Basket
Haukur Helgi Pálsson lék í tæpar 8 mínútur í leiknum og náði ekki að skora. Hann tók eitt frákast en brenndi af þriggja stiga skotinu sem hann reyndi.
Manresa er í 7. sæti deildarinnar með 4 sigra og 2 tapleiki en Zaragoza er í 15. sæti deildarinnar með einn sigur og fjóra tapleiki.