spot_img
HomeFréttirHeimasigur á Ísafirði

Heimasigur á Ísafirði

15:02
{mosimage}

 

 

(Ólafur Yngvason) 

 

 

Það voru einungis sex Reynismenn sem mættu til leiks á Ísafirði í gærkvöldi er liðið mætti heimamönnum í KFÍ í 1. deild karla. Þeir sýndu þó góða baráttu og voru tvímælalaust betra liðið í fyrri hálfleik og þá sérstaklega Ólafur Ingvason sem sólaði sig oft í gegnum vörn Ísfirðinga eins og ekkert væri auðveldara.

 
Heimamenn hafa þó fengið svakalega ræðu í klefanum frá Borce, þjálfara KFÍ, því þeir mættu tvíelfdir til leiks í þriðja leikhluta og náðu fljótlega tveggja stafa forustu og héldu henni alveg til loka. Mikið var dæmt í leiknum og þegar rúmlega 2 mínútur voru eftir voru einungis fjórir
  Reynismenn inn á vellinum. Ísfirðingar slökuðu þó ekkert á klónni og pressuðu Sandgerðinga allan völlinn. Þegar um ein og hálf mínúta var eftir skipti Borce inná þremur yngstu meðlimum liðsins, sem allir eru í 10.flokkog kláruðu þeir leikinn með sæmd. Lokastaðan 108-88. 

Staðan í deildinni

 

Texti: Sturla Stígsson

Mynd: www.vf.is – Ólafur Aron Yngvason átti fínan leik í Reynisliðinu en KFÍ hafði stigin út úr leiknum.

Fréttir
- Auglýsing -