Fyrsta umferðin á nýja árinu fór fram í gærkvöldi í Euroleague þar sem allir fimm leikirnir unnust á heimavelli. Stærsta sigurinn átti ítalska liðið Montepaschi Siena er þeir skelltu Fenerbache Ulker 101-58.
Ksistof Lavrinovic var atkvæðamestur í liði Montepaschi með 20 stig og 6 fráköst en hann er framherji frá Litháen og hefur gert 16,2 stig að meðaltali í þeim sex leikjum í Euroleague sem hann hefur leikið með Montepaschi þessa leiktíðina. Lynn Greer var svo stigahæstur í liði Fenerbache með 18 stig.
Úrslit gærkvöldsins í Euroleague:
Montepaschi Siena 101-58 Fenerbache Ulker
Partizan 97-67 Lietvous Rytas
Caja Laboral 73-65 Maroussi BC
Panathinaikos 74-66 Asseco Prokom
Real Madrid 73-60 EWE Baskets
Fleiri leikir fara fram í Euroleague í kvöld og eru þeir eftirfarandi:
Zalgiris Kaunas vs. Cibona
Asvel Basket vs. Regal Barcelona
Efes Pilsen vs. Olympiacos
Unicaja vs. Entente Orleanaise
Maccabi Electra vs. Lottomatica
Union Olimpija vs. CSKA Moscow
BC Khimki vs. AJ Milano
Ljósmynd/ Ksistof Lavrinovic var stigahæstur í liði Montepaschi í gærkvöldi.



