08:00
{mosimage}
(Ingi Þór með verðlaunin)
Ingi Þór Steinþórsson tók í kvöld við viðurkenningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands en vefsíða KR var valin besta vefsíðan fyrir mánuðina september til desember.
Heimasíða KR er gríðarlega öflug og mikið og öflugt starf unnið þar inni. KR sýnir beint á KR TV frá heimaleikjum KR í karla- og kvennaflokki og þá hafa þeir verið bæði með beinar útsendingar í öðrum húsum eða textalýsingar.
KR-ingar eru vel að þessu komnir og óskar Karfan.is þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna og vel unnin störf.



