Keflavík tók á móti ÍR í fyrstu umferð bónus deildar karla á sunnubrautinni.
Liðin skildu við síðasta tímabil á ólíkum stað.
Keflavík sennilega ánægðir að geta byrjað upp á nýtt með hreint borð. Valur Orri er komin heim auk þess sem ólafur Björn kom frá Þór annars er góður Íslenskur kjarni auk erlendra leikmanna.
Daníel Guðni er nýr þjálfari þeirra og er Arnar honum til aðstoðar.
Það er strax komin titill í hús en þeir unnu Icelandic Glacial mótið fyrir skemmstu og litu vel út á því móti. Eina fréttin er að Frosti Sigurðsson er ekki með en hann slasaðist á fingri og á eftir að fara í segulómum og óvíst með endurkomu.
ÍR datt út á móti Stjörnunni, en komust lengra en spámenn höfðu spáð en ekki eins langt og þeir ætluðu sér en þeir eru alltaf kappsamir í Breiðholtinu.
Stærsta fréttin er að þeir sömdu við Jakob Falko sem er var óumdeilanlega besti kaninn á síðasta tímabili auk þess sömdu þeir við Ísl kjarnan sinn og eiga þeir unga og efnilega leikmenn.
Byrjunarlið
Keflavík: Daryll, Jaka, Jordan, Hilmar og Ólafur
ÍR: Tsotne, Falko, Klonaras, Hákon, Zarko
Fyrri hálfleikur:
Það er vel mætt í stúkuna í kvöld og mikil stemning fólk ætlar greinilega að fagna nýju upphafi og fylkja sér á bakvið heimamenn í vetur.
Ef einhver hafði saknað Hilmars P þá er hann mættur, Þrír af þrem í þristum á fyrstu sex mínútum leiksins og ÍR tekur leikhlé í stöðunni 18-10.
Annars endar leikhlutinn Keflavík 26-16 ÍR. Keflavík er að spila eins og vel smurð vél á köflum. ÍR eru ekki að ná að klára sínar sóknir og eru svoldið klaufalegir.
Valur Orri og Zarko eru komnir með sitthvorar þrjár villurnar eftir fyrsta leikhlutan.
Keflavík nær mest 12 stiga mun en ÍR ingar er lið sem hættir aldrei og koma alltaf til baka og missa keflavík aldrei of langt frá sér en komast aldrei of nálægt. Keflavík og ÍR eru með jafn marga tapaða bolta nema að Keflavík hefur skorað 11 stig á meðan ÍR hafa bara skorað 2 stig eftir að hafa stolið boltanum.
Darryl er smá klaufi þegar hann nælir sér í sína þriðju villu snemma í öðrum leikhluta en það sleppur fram að hálfleik. Áhugavert er að Hilmar skoraði þrjár þriggja stiga í fyrsta leikhluta og lagði svo stigaskorið á hilluna. Endaði fyrri hálfleik með 9 stig og 100% nýtingu.
Hákon og Zarko enduðu báðir hálfleikinn á bekknum með þrjár villur en það kom ekki að sök því munurinn er ekki nema 5 stig þegar hálfleiknum lýkur.
Keflavík 46-41 ÍR
Atkvæðamestir í fyrri hálfleik
Keflavík: Jaka 16 stig Darryll 11 stig
ÍR: Klonaras 10 stig Hákon 8 stig
ÍR nær strax að minnka þetta niður í tvö stig en komast ekki nær og þegar 5:38 lifa af seinni tekur Daníel leikhlé því Keflavík nær ekki að hrista þá almennilega af sér.
ÍR er lið sem lætur öllum líða óþægilega og þó þeir tapi boltanum hengja þeir aldrei haus og eru búnir að jafna mínútu síðar.
Keflavík ná samt að halda þeim fyrir aftan sig staðan Keflavík 68-66 ÍR og Zarko á fjórum villum eins og Valur Orri meðan Halldór Garðar hefur ekki séð gólfið þegar við förum í fjórða leikhluta.
ÍR er að fá mikið af opnum skotum sem þeir eru ekki að setja niður og þykir Keflavík ekkert að því að skilja þá eftir opna fyrir utan en þeim er sama og halda bara áfram. Klonaras er 0 af 8 fyrir utan ekki það þá er hinn Þýski Ástrali, 0 af 5 og Darryl, 0 af 3 hjá Keflavík.
Lítið skorað hérna og staðan eftir 5 mínútur af fjórða er 8-4 fyrir keflavík.
Mikið brotið báðum meginn þrír hjá keflavík komnir með 4 villur og 2 hjá ÍR enda ber leikurinn hérna í lokin þess merki enda lítið stigaskor. Keflavík nær þó að setja stig og eru búnir að auka þetta í 10 stig og Hilmar tekur á sig tvo ruðninga í röð þá vaknar stúkan.
ÍR gerir heiðarlega atlögu að því að ná leiknum en eiga ekki erindi sem erfiði og leikurinn endar með sigri Keflavíkur sem er bara með meiri gæði í sínu liði þó að ÍR sé aldrei lið sem má vanmeta því þeim er sama um tölfræði og spár þeir munu láta liðum líða illa í vetur.
Keflvíkingar hafa alla ástæðu til að vera bjartsýnir miðað við síðustu ár.
Keflavík 92-83 ÍR
Maður leiksins var Hilmar Pétursson endaði með 28 stig auk þess sem hann átti frábær varnartilþrif.
Blaðamaður á til með að hrósa Keflavík fyrir frábæra aðstöðu.



