spot_img
HomeFréttirHeimamenn í Grindavík vilja svör við brotthvarfinu

Heimamenn í Grindavík vilja svör við brotthvarfinu

 
Stormasamt er nú hjá kvennaliði Grindavíkur í Iceland Express deildinni og velta heimamenn því jafnvel fyrir sér að skrá liðið úr keppni sökum aðstæðna en þrír sterkir, uppaldir, leikmenn hafa yfirgefið félagið í sumar. Leikmennirnir eru Ingibjörg Jakobsdóttir, Íris Sverrisdóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir. Ólafur Þór Jóhannsson fyrrverandi varaformaður KKÍ og fyrrverandi stjórnarmaður hjá KKD Grindavíkur ritar í dag nokkuð afdráttarlaust erindi inn á umfg.is um málefni liðsins þar sem krafist er skýringa.
Eftirfarandi er úr erindi Ólafs á heimasíðu Grindavíkur:
 
Nú stendur stjórn körfunnar frami fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort draga eigi kvennaliðið í úrvalsdeild úr keppni vegna skorts á leikmönnum. Það yrði mikill skaði ef það yrði þar sem mikil og erfið uppbygginig hefur átt sér stað undanfarin ár. Loks var farið að hylla undir að við telfdum fram frambærilegu liði byggðu á heimastúlkum í lykilstöðum.
 
En hvað veldur. Fyrst ákvað Ingibjörg Jakobsdóttir að hætta að spila með okkur af því að hana vantaði meiri áskorun. Er það ekki áskorun að vera lykilleikmaður í uppeldisfélaginu og leiða það til meiri metorða. Er meiri áskorun að fara í félag þar sem hún getur átt von á að vera í aukahlutverki?
 
Í kjölfarið var farið í að gera liðskönnun og athuga hvort meiri flótti væri kominn í mannskapinn. Svo var ekki. Í síðustu viku vill Íris hins vegar fara líka, og veit ekki hvert. Bara komast frá uppeldisliðinu sínu. Hún hefur reyndar það sér til málsbóta að við brotthvarf Ingibjargar þá veiktist liðið og ekki eins mikill kraftur í því. En því ekki að halda áfram að taka þátt í uppbyggingunni.
 
Ástæðan fyrir ákvörðun þeirra er undarleg og þær skulda því fólki sem hefur lagt mikið á sig til að byggja upp kvennaboltann undanfarin ár betri ástæðu en þessa.
 
Fréttir
- Auglýsing -