Í kvöld fer fram þrettánda og síðasta umferðin í Iceland Express deild kvenna fyrir jólafrí. Fjórir leikir eru á dagskránni og hefjast þeir allir kl. 19:15.
Leikir kvöldsins
Njarðvík – Fjölnir
Hamar – Valur
KR – Haukar
Snæfell – Keflavík
Njarðvík – Fjölnir
Annað sætið tekur á móti sjöunda sæti, Njarðvíkingar eru heitasta lið deildarinnar um þessar mundir, eru á lengstu sigurgöngunni með fjóra sigurleiki í röð. Fjölnir hefur aftur á móti tapað síðustu fimm útileikjum í röð og verða að mæta með dýrari týpuna af hugarfari ætli þær sér stig í Ljónagryfjunni í kvöld.
Hamar – Valur
Hamar á botninum og hefur tapað sex deildarleikjum í röð, Valskonur eru í 6. sæti og með sterkan hóp. Hamarskonur hafa fengið inn nýjan leikmann í stað Hönnuh Tuomi og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim leikmanni hefur gengið að falla inn í hópinn.
KR – Haukar
Stígandi í KR sem unnið hefur tvo síðustu leiki sína eftir lægðarrispu en Haukar hafa tapað síðustu tveimur deildarleikjum eftir flott gengi þar á undan. Rétta þær sig við í DHL-Höllinni eða er KR óðar að nálgast sitt fyrra form?
Snæfell – Keflavík
Þrátt fyrir tap í síðasta heimaleik eru Snæfellingar engin lömb að leika sér við í Hólminum. Keflvíkingar töpuðu síðasta útileik en réttu úr kútnum heima og eru á toppi deildarinnar. Með sigri halda þær toppsætinu yfir jólin en vinni Snæfell hleypur deildinni enn meira kapp í kinn.
Staðan í Iceland Express deild kvenna