Í dag fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna og fer fyrsti leikurinn fram kl. 15:00 þegar Snæfell tekur á móti toppliði KR í Stykkishólmi.
Tveir leikir hefjast kl. 16:00 en þá mætast Hamar og Grindavík í Hveragerði og grannaslagur verður á boðstólunum í Toyotahöllinni þegar Keflavík tekur á móti Njarðvík.
Fjórði og síðasti leikurinn hefst kl. 18:00 þegar botnlið Vals fær Íslandsmeistara Hauka í heimsókn í Vodafonehöllina.



