spot_img
HomeFréttirHeiðrún þjálfar á Spáni næsta tímabil

Heiðrún þjálfar á Spáni næsta tímabil

Heiðrún Kristmundsdóttir sem þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá KR síðasta vetur í 1. deildinni hefur samið við lið á Spáni fyrir komandi tímabil. Þar verður hún aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk Nou Basket Femini Castello auk þess að vera aðalþjálfari 15-16 ára stúlkna félagsins. 

 

Heiðrún sem er 25 ára tók við liði KR nokkuð óvænt fyrir ári síðan en Heiðrún lagði skónna á hilluna tímabilið áður vegna meiðsla. Hún hefur stýrt liði KR við góðan orðstýr síðasta árið en liðið endaði í þriðja sæti 1. deildarinnar. Benedikt Guðmundsson tók svo við liðnu í sumar en þá var ljóst að Heiðrún myndi flytja erlendis. 

 

NBF Castello er í C-deildinni á Spáni eða 1. Nacional League en samkvæmt Heiðrúnu er markmiðið að vinna sig strax uppí B-deildina. Félagið er stærsta kvennaliðið í Castello fylki og hefur nokkuð langa sögu. 

 

Heiðrún var í vetur gestur Podcasts Karfan.is þar sem hún ræddi meðal annars metnað sinn í þjálfun og margt fleira. 

Fréttir
- Auglýsing -