Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Eftir að hafa tapað fyrir Króatíu í átta liða úrslitum keppninnar hóf Ísland umspil um sæti 5 til 8 á mótinu í dag. Fyrri leikinn unnu þær gegn Hollandi, 58-83, og mun því næsti leikur þeirra vera úrslitaleikur um fimmta sætið á mótinu.
Fréttaritari Körfunnar í Litháen spjallaði við þær Heiðrúnu Hlynsdóttur og Fanneyju Freysdóttur eftir leik.



