spot_img
HomeFréttirHeiðrún með tvö stig í tapi Coker

Heiðrún með tvö stig í tapi Coker

Coker háskólinn mátti þola tap gegn Carson-Newman í bandarísku háskólakörfunni um helgina en Carson-Newman fór með 71-63 sigur af hólmi þar sem Heiðrún Kristmundsdóttir gerði tvö stig í liði Coker.
 
 
Heiðrún var sem fyrr í byrjunarliði Coker og skoraði sín tvö stig á 25 mínútum og komu þau af vítalínunni. Skotin vildu ekki niður þennan leikinn hjá Heiðrúnu með 0-6 í teignum og 0-5 í þriggja en hún bætti þó við 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.
 
Coker hefur þá leikið tvo leiki til þessa í SAC riðlinum í Bandaríkjunum, unnið einn og tapað einum og situr liðið í 6. sæti riðilsins en með Coker í riðli eru tveir Íslendingaskólar, fyrst Catawba þar sem bræðurnir Helgi og Finnur Magnússynir léku með karlaliði skólans og svo Newberry þar sem þeir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson léku.
 
Mynd/ Heiðrún í leik með Coker í æfingaleik gegn Duke háskólanum fyrr á tímabilinu.
  
Fréttir
- Auglýsing -