spot_img
HomeFréttirHeiðrún með tvö stig í sigri Coker

Heiðrún með tvö stig í sigri Coker

Heiðrún Kristmundsdóttir og félagar í Coker háskólanum unnu sinn fyrsta sigur í SAC háskólariðlinum í gær þegar liðið lagði Newberry 76-62.
 
 
Heiðrún var í byrjunarliði Coker og lék í 27 mínútur og gerði 2 stig í leiknum, gaf 4 stoðsendingar, stal 2 boltum og tók 2 fráköst.
 
Leikurinn var sá fyrsti í SAC riðlinum en þar á undan hafði Coker unnið Pfeiffer þar sem Heiðrún var með 13 stig, svo kom annar sigur gegn UNC Pembroke og Heiðrún með 6 stig og nú síðasti leikur gegn Newberry.
 
Heiðrún hefur byrjað alla leikina með 7 stig að meðaltali í leik og 2,7 stoðsendingar. Næsti leikur Coker er á laugardag á útivelli gegn Carson-Newman.
  
Fréttir
- Auglýsing -