spot_img
HomeFréttirHeiðrún á leið vestur um haf

Heiðrún á leið vestur um haf

Hamarskonur mega nú sjá á eftir sterkum leikmanni því Heiðrún Kristmundsdóttir verður ekki með félaginu í Domino´s-deildinni í vetur eins og vonir stóðu til. Heiðrún samdi við Hamar í sumar en er nú á leið til Bandaríkjanna þar sem hún lauk nýverið fjögurra ára háskólanámi.

„Jú það passar, ég verð ekki með Hamri því miður,“ sagði Heiðrún þegar Karfan.is náði tali af henni. Hvað framhaldið vestanhafs varðar þá virðist sem Heiðrún sé á leið inn í einhverskonar ævintýri.

„Þetta kemur allt í ljós, Ég verð vonandi eitthvað í kringum körfubolta eða íþróttir enda erfitt að segja alveg skilið við þetta,“ sagði Heiðrún sposk. 

Mynd úr safni/ Heiðrún í leik með Coker háskólanum þar sem hún lék og stundaði nám til fjögurra ára. 

Fréttir
- Auglýsing -