spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHeiðruðu sitt fyrsta meistaralið

Heiðruðu sitt fyrsta meistaralið

Heiðursgestir á leik KR og ÍA á fimmtudag í Bónus deild karla voru Íslandsmeistarar KR karla frá árinu 1965, en í ár eru einmitt liðin 60 ár frá þessum fyrsta Íslandsmeistaratitli KR í efstu deild í körfubolta.

Árin eftir fylgdi mikil sigurganga hjá liðinu, sem vann 7 Íslandsmeistaratitla og 7 bikarmeistaratitla á næstu 14 árum.

Íslandsmeistarar KR í efstu deild karla árið 1965 voru:

Jón Otti Ólafsson, Gunnar Gunnarsson, Hjörtur Hansson, Einar Bollason, Kristinn Stefánsson, Skúli Ísleifsson, Guttormur Ólafsson, Þorvaldur Blöndal og Kolbeinn Pálsson.

Á fimmtudag voru mættir Kolbeinn, Hjörtur, Einar, Guttormur, Þorsteinn og Gunnar. Látnir eru Jón Otti, Kristinn, Skúli og Þorvaldur.

Færði félagið hópnum gjöf við tilefnið, en það var innrömmuð mynd af Íslandsmeisturunum frá árinu 1965, og mun deildin finna myndinni góðan stað á Meistaravöllum.

Fréttir
- Auglýsing -