spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHeiðruðu meistaraliðið á 25 ára afmælinu

Heiðruðu meistaraliðið á 25 ára afmælinu

Fyrir leik KR og Þór á Meistaravöllum á fimmtudagskvöldið heiðraði félagið leikmenn Íslandsmeistara KR frá árinu 2000.

Sá titill er KR vann það árið var sá níundi sem þeir unnu í sögunni, en hann kom eftir heilan áratug af bið þar sem sá síðasti sem þeir unnu fyrir hann var árið 1990. Síðan þá, árið 2000, hefur félaginu heldur betur tekist að bæta í bikarskápinn, en ásamt því að hafa unnið sex í röð 2013 til 2019 vann félagið einnig 2007, 2009 og 2011. Í heild því með flesta titla allra félaga, 18, en næstir þeim eru Njarðvík með 17 Íslandsmeistaratitla.

Samkvæmt færslu á samfélagsmiðlum komust ekki allir leikmenn meistaraliðsins á föstudag, þar sem m.a. sumir þeirra búi erlendis. Þeir sem mættu má sjá hér fyrir neðan, en þeir fögnuðu þessum 25 ára gamla áfanga og átti góða stund saman á Meistaravöllum þegar að KR lagði Þór Þ. 95-75.

Mættir á fimmtudag voru (sjá mynd): Martin Hauksson (liðsstjóri), Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson, Ólafur Jón Ormsson (fyrirliði), Guðmundur Magnússon, Jesper Winther Sörensen, Ólafur Már Ægisson, Gísli Georgsson (formaður) og Ingi Þór Steinþórsson (þjálfari).

Efsta röð frá vinstri: Hermann Birgisson, Hjalti Kristinsson, Jesper Winther Sörensen, Jakob Örn Sigurðarson, Jóhannes Árnason.
Miðja frá vinstri: Ingi Þór Steinþórsson, Gísli Georgsson, Guðmundur Magnússon, Atli Freyr Einarsson, Magni Hafsteinsson, Jón Arnór Stefánsson, Martin Hauksson, Pétur Örn Gunnarsson.
Neðsta röð frá vinstri: Helgi Már Magnússon, Ólafur Már Ægisson, Jonathan Bow, Keith Vassell, Ólafur Jón Ormsson, Steinar Kaldal, Arnar Kárason, Martin Hermannsson.

Fréttir
- Auglýsing -