spot_img
HomeFréttirHeiðarlegt svar

Heiðarlegt svar

11:15

{mosimage}

Sigurður Elvar Þórólfsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifaði blaðið í gær frétt um fráveru Hlyns Bæringssonar og Sigurðar Þorvaldssonar í landsliðinu og þar kom m.a. fram að fjárskortur væri vandamálið. Í blaðinu í dag er svo viðtal við Friðrik Inga Rúnarsson framkvæmdastjóra KKÍ og einnig skrifar Sigurður Elvar pistil um málið. Karfan.is hefur fengið leyfi til að birta þessi skrif Sigurðar Elvars og hér kemur „Á vellinum” sem hann skrifar í blaðið í dag .

 

ÞAÐ er heiðarlegt hjá tveimur af bestu körfuboltamönnum landsins að viðurkenna það að þeir gefi ekki

kost á sér í íslenska landsliðið vegna kostnaðar sem þeir þurfa að bera við ferðalög á æfingar landsliðsins. Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells úr Stykkishólmi, eru ekki þeir fyrstu sem leggja það á sig að aka langa leið á landsliðsæfingar í körfuknattleik en þeir félagar hafa ákveðið að láta staðar numið að svo stöddu. Forráðamenn Körfuknattleikssambands Íslands hafa án efa reynt að aðstoða landsliðsmenn og konur í gegnum tíðina eftir bestu getu en það er öllum ljóst að rekstur sérsambanda á Íslandi er að öllu jöfnu erfiður. Ef miðað er við tölur úr ársreikningum KKÍ á síðasta rekstrarári er ljóst að rétt rúmlega 13% af tekjum KKÍ koma frá hinu opinbera og Íslenskri getspá. Körfuknattleikshreyfingin og starfsmenn KKÍ þurfa að „öngla“ saman um 44 millj. kr. á hverju ári til þess að ná endum saman með styrkjum og samningum við einkafyrirtæki. KKÍ er ekki eina

sérsambandið sem hefur átt á brattann að sækja og þeir sem þekkja innviði íþróttahreyfingarinnar vita

að þar er aldrei til nóg af fjármunum.

 „Núverandi ríkisstjórn og menntamálaráðherra hafa áttað sig á því að sérsamböndin og landsliðsstarfskipta máli fyrir samfélagið og hafa því aukið fjárveitingar til íþróttamála og er það þakkarvert.Betur má ef duga skal, þeir fjármunir sem KKÍ fær frá ríkisvaldi eru sáralitlir miðað við þörfina. Í þvísamhengi má benda á að KKÍ er rekið að stærstum hluta fyrir sjálfsaflafé. Þessu er öfugt farið áNorðurlöndunum, þar sem sérsambönd eru rekin að mestum hluta fyrir opinbert fé. Á tyllidögum ogrétt fyrir kosningar eru stjórnmálamenn á þeirri skoðun að íþróttir og afreksmenn í íþróttum sé nauðsynlegur partur af því að vera þjóð á meðal þjóða og að forvarnargildið sé ótvírætt. Af hverju hafa stjórnmálamenn ekki stigið stærri og hraðari skref í átt til okkar í íþróttahreyfingunni og okkar sérsambandanna og veitt myndarlegt fjármagn af ríkisfé til að hægt sé halda úti eðlilegu landsliðsstarfi? Ég hvet stjórnmálamenn okkar til þess að standa saman að því að auka til muna framlag ríkisins til íþróttamála og sérsambanda og stórt skref væri stigið ef landslið sérsambanda

innan ÍSÍ fengju frekari fjármuni úr ríkisjóði,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, m.a. í ræðu sinni á síðasta ársþingi. Það er óhætt að taka undir orð hans á þessum degi þar sem að talið verður upp úr kjörkössum. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og íþróttahreyfingin er óplægður akur sem þarf að sá í.

 

Sigurður Elvar Þórólfsson – [email protected] , birt í Morgunblaðinu 12. maí 2007

 

Mynd: Morgunblaðið

Fréttir
- Auglýsing -