spot_img
HomeFréttirHeiðar Lind Hansson til KR

Heiðar Lind Hansson til KR

12:36 

{mosimage}

Heiðar Lind Hansson sem lék með Skallagrím á síðustu leiktíð hefur ákveðið að skipta yfir í KR, þar sem að hann stundar nám við Háskóla Íslands. Heiðar er fæddur 1986 og hefur hann nú þegar hafið æfingar með KR.  

Heiðar Hansson er uppalinn Borgnesingur og var faðir hans leikmaður með Skallagrím á árum áður. Heiðar á eftir að styrkja unglingaflokk KR til muna, ásamt því að æfa með meistaraflokk félagsins.  

 Heiðar heldur til Akureyrar í dag með meistaraflokk félagsins, þar sem að þeir taka þátt í Greifa- og KB Bankamótinu á Akureyri um helgina.  

Frétt og mynd af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -