spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2027Hefur sýnt sig margoft að við getum spilað við þessar stóru þjóðir

Hefur sýnt sig margoft að við getum spilað við þessar stóru þjóðir

Íslenska landsliðið mátti þola tap gegn heimakonum í Portúgal í gærkvöldi í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket 2027, 100-70.

Ísland hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, en efstar í riðli þeirra eru Serbía með tvo sigra og í öðru sætinu er Portúgal með einn sigur og eitt tap.

Næst á Ísland leiki gegn Portúgal heima og Serbíu úti í mars á næsta ári.

Hérna er meira um leikinn

Karfan heyrði í Önnu Ingunni Svansdóttur leikmanni liðsins og spurði hana út í leikina tvo og framhaldið.

Varðandi leikina tvo gegn sterkum andstæðingum Portúgals og Serbíu sagði Anna Ingunn ,,Já, stór töp gegn mjög góðum og sterkum liðum. Bæði lið með góða leikmenn sem eru að spila í góðum deildum í Evrópu en við vissum það fyrirfram og vildum gera miklu betur í báðum leikjunum en við gerðum. Vil einblína á jákvæðu hlutina og mér fannst Rebekka koma mjög vel af bekknum og stóð sig vel í sínu fyrstu landsleikjum. Við vitum allar að við getum gert betur og sérstaklega varnarlega þar sem við leyfðum þeim að gera alltof mikið í báðum leikjunum og við náðum ekki að ýta þeim útúr þeirra leik eins og við ætluðum okkur að gera.”

Líkt og tekið er fram er stutt í næstu leiki Íslands í keppninni, en þeir eru á dagskrá í mars. Varðandi þá sagði Anna Ingunn ,,Já, stutt í næsta verkefni og ég veit við munum koma tilbúnar til leiks í þeim glugga og hungraðar í að bæta okkar leik og gefa þessum sterku þjóðum leiki. Við getum það alveg þegar við spilum okkar leik og komum með íslenska brjálæðið. Það hefur sýnt sig margoft að við getum spilað við þessar stóru þjóðir. Hef fulla trú á okkur fyrir næsta glugga!”

Fréttir
- Auglýsing -