spot_img
HomeFréttirHefnir Skallagrímur fyrir bikartapið í Keflavík?

Hefnir Skallagrímur fyrir bikartapið í Keflavík?

Einn leikur fer fram í Dominos deild kvenna í dag. Þá hefst einvígi Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst kl 19:15.

 

Liðin mættust fimm sinnum í vetur, þar af fjórum sinnum í deild og einu sinni í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Í deildarkeppninni vann Keflavík þrjá leiki, báða á heimavelli og fyrri leikinn í Borgarnesi. Skallagrímur vann seinni heimaleik sinn nokkuð örugglega en steinlág í síðasta leik liðanna fyrir stuttu. Eins og flestir muna var það svo Keflavík sem vann bikarinn eftir æsilegan úrslitaleik gegn Skallagrím. 

 

Staðan í undanúrslitaeinvígum Dominos deilda kvenna:

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Keflavík – Skallagrímur í TM höllinni kl 19:15 (Bein útsending á Stöð 2 sport) 

 

 

 

 

 

Mynd / Bára Dröfn

 

Fréttir
- Auglýsing -