spot_img
HomeFréttir"Hefði verið 15 yard-a víti í amerískum fótbolta"

“Hefði verið 15 yard-a víti í amerískum fótbolta”

 Carmen Tyson Thomas meiddist  í leik gegn Val í gærkvöldi þar sem hún lenti í samstuði við Taleya Mayberry erlends leikmanns þeirra Valsstúlkna. Samstuð má kalla þetta en formaður Keflavíkur er allt annað en sáttur við brotið sem vissulega var dæmt á óíþróttamannslega villu. “Þetta var ekkert annað en tækling og þetta hefði verið gult flag og 15 yard-a víti í amerískum fótobolta.  Carmen hafði stolið af henni boltanum tvisvar í röð og hún (Mayberry) virsti vera orðin pirruð og hreinlega tæklaði hana segi ég.” sagði Falur Harðarson í viðtali við Karfan.is og bætti við “Það verður fróðlegt að sjá hvað dómaranefnd gerir við þessu atviki.” og ýjaði að því að Mayberry ætti jafnvel skilið harðari refsingu en þá óíþróttamannslegu villu sem hún fékk í leiknum. 
 
Carmen neyddist til að yfirgefa völlinn og spilaði ekki meira. Eftir myndatöku í dag kom í ljós að hún er rifbeinsbrotin og samkvæmt læknisráði verður hún að hvíla næstu 4 vikurnar. Ljóst er að um gríðarlega mikla blóðtöku er fyrir Keflavíkurliðið þar sem Carmen er með 26 stig og 12 fráköst að meðaltali í leik og risastór leikur eftir um 2 vikur þegar þær Keflvísku fara í Höllina og etja þar kappi við Grindavík í úrslitum Powerade bikarsins. 
Fréttir
- Auglýsing -