spot_img
HomeFréttir”Hef bara alls ekki góða tilfinningu fyrir neinu núna”

”Hef bara alls ekki góða tilfinningu fyrir neinu núna”

Maté Dalmay þjálfari Hauka var frekar fámáll eftir tap gegn Grindavík í kvöld enda verulega þungt yfir þessu hjá Haukum í 11. umferð Subway deildarinnar.

Ég talaði síðast við þig eftir síðasta leikinn hjá Jalen Moore…þið eruð nú komnir með Pitts og Love…Okeke kominn til baka…en er samsetningin betri á liðinu núna þrátt fyrir að hafa tapað í kvöld og á mánudag?

Ég veit það ekki alveg sko…við skulum byrja á því að ná öllum heilum og æfa okkur kannski í nokkra vikur saman og þá verður samsetningin betri.

Jájá…það er náttúrulega bara að hrjá ykkur að Okeke dettur út, þið skiptið um leikmenn, fáið Pitts inn og Love í skiptunum við Álftanes…hefuru góða tilfinningu fyrir því að þegar þið hafið náð ykkur heilum og náð að æfa svolítið saman að þetta verði allt annað og betra?

Þú ert bara að spyrja mig á mjög vondum tíma…við vorum bara ömurlegir í þessum leik…og bara nei! Ég hef bara alls ekki góða tilfinningu fyrir neinu núna sko…

Nei..það er frekar svart yfir þessu eins og staðan er núna…

Jájá, við þurfum bara að setjast niður, ræða málin og æfa okkur. 

Einmitt. En sástu eitthvað í þessum leik sem að þú varst sérstaklega ósáttur með eða ósáttastur með?

Bara ömurlegt boltaflæði sóknarlega, boltinn deyr hjá Pitts, ömurleg vítanýting, og bara mjög vondar ákvarðanatökur í 2 á 1 stöðum og 1 á 1…

Sagði Maté og undirritaður ætlar að senda Maté andlegan styrk yfir jólin, hann þarf á því að halda.

Fréttir
- Auglýsing -