spot_img
HomeFréttirHeat settu 70 stig á Pacers í fyrri hálfleik!

Heat settu 70 stig á Pacers í fyrri hálfleik!

Miami Heat tók í nótt 2-1 forystu í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar þegar liðið varð fyrst til að vinna Indiana í Bankers Life Fieldhous í úrslitakeppninni. Heat voru óstöðvandi í fyrri hálfleik og settu þá 70 stig á Pacers sem öllu jöfnu státa af því að vera varnarlið, það hrykti heldur betur í nafnbótum þeirra stoða í nótt. Lokatölur 96-114!
 
Allir byrjunarliðsmenn Heat gerðu 14 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var LeBron James með 22 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar og Dwyane Wade bætti við 18 stigum, 4 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá Pacers var David West með 21 stig og 10 fráköst og Roy Hibbert bætti við 20 stigum og 17 fráköstum.
 
Með sigrinum í nótt varð Miami fyrsta liðið í sögu NBA til þess að vinna fimm leiki í röð á útivelli í úrslitakeppninni með 10 stiga mun eða meira.
  
Fréttir
- Auglýsing -