spot_img
HomeFréttirHeat komnir áfram - Grizzlies tryggðu sér sjötta leikinn

Heat komnir áfram – Grizzlies tryggðu sér sjötta leikinn

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Miami Heat komust áfram eftir 4-1 sigur á New York og Memphis eygir von eftir sigur á Clippers sem leiða þeirra einvígi 3-2. Miami mætir Indiana í undanúrslitum austurstrandarinnar.
Miami 106-94 New York
Miami vann seríuna 4-1
LeBron James sem fyrr var á daðri við þrennuna með 29 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Dwyane Wade bætti við 19 stigum sem og Chris Bosh. Hjá Knicks var Carmelo Anthony með 35 stig og 8 fráköst
 
Memphis 92-80 LA Clippers
LA Clippers leiða seríuna 3-2
Spánverjinn Marc Gasol var stigahæstur hjá Grizzlies með 23 stig og 7 fráköst en Zach Randolph bætti við 19 stigum og 10 fráköstum. Hjá Clippers kom Mo Williams með 20 stig af bekknum og Chris Paul bætti við 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.
  
Fréttir
- Auglýsing -