spot_img
HomeFréttirHeat í 2-0 eftir framlengingu - Rondo með 44 stig

Heat í 2-0 eftir framlengingu – Rondo með 44 stig

Miami Heat eru komnir í 2-0 gegn Boston Celtics í úrslitum austurstrandar NBA deildarinnar eftir 115-111 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Framlengja varð leikinn þar sem LeBron James skilaði inn myndarlegu dagsverki með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Ray Allen jafnaði metin í 99-99 með þriggja stiga körfu og framlengja varð leikinn en Heat voru sterkari í framlengingunni en sex síðustu stig Heat í leiknum komu af vítalínunni.
 
Dwyane Wade bætti 23 stigum við þrennudaðrið hjá James en í liði Boston fór Rajon Rondo hamförum með 44 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Paul Pierce bætti svo við 21 stigi og 6 fráköstum. Frammistaðan hjá Rondo var ekkert slor því hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 44 stig, gefa 10 stoðsendingar og taka 8 fráköst í leik í úrslitakeppninni.
 
Staðan í einvíginu er því 2-0 Heat í vil sem sluppu með skrekkinn í nótt því Boston voru ansi líklegir nokkrum sinnum til að klára dæmið. Liðin mætast svo í sínum þriðja leik annað kvöld og nú fer serían yfir til Boston.
 
Mynd/ LeBron James var nærri þrennunni í nótt en Rondo setti met.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -