spot_img
HomeFréttirHeat héldu út og leiða 2-1

Heat héldu út og leiða 2-1

 
Dwyane Wade gerði 29 stig og tók 11 fráköst þegar Miami Heat tók í nótt 2-1 forystu gegn Dallas Mavericks í úrslitum NBA deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Mavericks og því hafa liðin unnið sinn hvorn útileikinn í seríunni.
Chris Bosh bætti við 18 stigum hjá Heat í nótt og LeBron James gerði 17 og gaf 9 stoðsendingar. Dirk Nowitzki var sem fyrr sér á báti í liði Dallas með 34 stig og 11 fráköst. Næstur í röðinni var Jason Terry af bekknum með 15 stig.
 
Heat leiddu 86-88 þegar 4 sekúndur voru til leiksloka. Nowtizki fékk að sjálfsögðu boltann og tók skot í erfiðri stöðu sem dansaði af hringnum. Reyndar er kappinn kominn með meistarapróf í þessum erfiðu ,,step-back“ skotum sem við höfum margsinnis séð detta niður en það gerðist ekki í nótt og Heat leiða því 2-1.
 
LeBron James var svo með dónalega troðslu í leiknum sem sjá má hér.
 
Þá var hinn frægi þjálfari Lenny Wilkens heiðraður í hálfleik í nótt en hann hlaut Chuck Daily ,,Lifetime achievement award“ en Daily lést árið 2009 og varð frægastur fyrir þjálfun sína á Detroit Pistons er þeir gengu undir nafninu ,,Bad Boys.“ Wilkens er næstsigursælasti þjálfari NBA deildarinnar með 1332 sigra á ferlinum en aðeins Don Nelson hefur unnið fleiri leiki á þjálfarastól í NBA.
 
Fréttir
- Auglýsing -