spot_img
HomeFréttirHayward til Boston

Hayward til Boston

Gordon Hayward hefur ákveðið að söðla um, segja skilið við Utah Jazz í NBA deildinni og ganga til liðs við Boston Celtics. Leikmaðurinn greindi frá þessu í kvöld á theplayerstribune.com

Hayward hafði sínar skoðanir á því hve hratt frengir berast þessi dægrin:

What’s crazy is — before I even had a chance to make my decision, before I had a chance to sit down and write this, and before I even had a chance to talk about it with the people I love — I was already reading reports about where I was going.

Eftir sjö ár hjá Utah hefur Hayward ákveðið að halda yfir til Boston en í ferlinu var Miami Heat einnig inni í myndinni. Mögulega hefur það eitthvað með ákvörðun Hayward að gera að hjá Boston hittir hann fyrir Brad Stevens sem þjálfaði hann í háskóla hjá Butler.

Á síðustu leiktíð var Hayward með 21,9 stig að meðaltali í leik og þá var hann valinn í sinn fyrsta All-Star leik í NBA og leiddi Utah í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan árið 2012.

Fréttir
- Auglýsing -