Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Atlanta lagði Houston 121-115 og þrátt fyrir tröllslega leiki hjá Howard og Harden og 41 stig í fyrsta leikhluta gat Houston ekki fundið sigur gegn Hawks. LeBron James og Cleveland lögðu Denver og Oklahoma marði Milwaukee í öðru stigaregni.
Houston 115-121 Atlanta
Já Houston leiddu 41-25 eftir fyrsta leikhluta en það er ekki heiglum hent að beygja eða hvað þá brjóta lið Hawks. Harden að daðra við þrennu með 26 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og Dwight Howard bætti við 30 stigum og 16 fráköstum. Hjá Hawks voru fjórir leikmenn með 22 stig eða meira en þeirra atkvæðamestur var Al Horford með 30 stig og 14 fráköst.
Cleveland 93-87 Denver
LeBron James með 34 stig í nótt og 6 fráköst en Will Barton kom með 29 stig af bekknum hjá Denver.
Topp 10 tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
| 1 | 2 | 3 | 4 | T |
|---|---|---|---|---|
| 30 | 17 |
|






