Úrslitahelgi yngri flokka fer nú fram í Stykkishólmi. Liðið er á helgina sem hefur verið í sterkri umgjörð þeirra Hólmara og þar hefur tónlistin skipað stóran sess. Menn í Hólminum eru þjónustulundin uppmáluð og þegar hávaðakvörtun undan músíkinni kom frá vallargesti stóð ekki á viðbrögðunum.
Skífuþeytir svæðiðsins og sérlegur fréttaritari Karfan.is í Stykkishólmi, Símon B. Hjaltalín, leysti strax úr þessum vanda. Símon lækkaði lítið eitt í hljóðkerfi hússins og setti Höllu Margréti Árnadóttur á fóninni með Evróvision-framlagi Íslands frá árinu 1987… „Hægt og hljótt.“
DJ í Hólminum fær kvörtun útaf háværri tónlist, í næsta leikhléi spilar hann Hægt og hljótt með Höllu Margréti #kkikarfa
— Runar B Gislason (@rungis75) April 26, 2015



