Haukur Helgi Pálsson hefur verið fjarverandi síðustu tvo leiki í LEB Gold deildinni á Spáni vegna ökklameiðsla en landsliðsmaðurinn leikur með Breogan sem er í bullandi toppbaráttu nú þegar skammt lifir deildarkeppninnar á Spáni.
„Ég er allur að koma til reyndar og verð vonandi með í næsta leik,“ sagði Haukur þegar Karfan.is náði af honum tali. Breogan er á leið inn í úrslitakeppni deildarinnar sem er með ekki ósvipað fyrirkomulag og 1. deild karla hér heima eða þar sem toppliðið eftir deildarkeppnina fær umsvifalaust sæti í ACB deildinni á næstu leiktíð.
Andorra hafa þegar unnið deildarkeppnina en Breogan eygir enn von um að ná öðru sætinu og þá heimaleikjarétt alla úrslitakeppnina. Breogan tekur á móti Palencia annað kvöld en Palencia er í 2. sæti deildarinnar sem stendur og Breogan í 4. sæti svo um stórleik er að ræða.
Staðan í LEB Gold deildinni
| LEB Gold Standings | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|



