spot_img
HomeFréttirHaukur sterkur í öruggum sigri Rouen

Haukur sterkur í öruggum sigri Rouen

Fimm leikir fóru fram í frönsku Pro-B deildinni í gærkvöldi. Þar fóru íslendingarnir Martin Hermannsson og Hauku Helgi Pálsson fyrir sínum liðum að vanda.

 

Haukur Helgi var gríðarlega stekur fyrir Rouen sem vann öruggan sigur á Denain 75-57 í gær. Haukur endaði með11 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en hann lék mest af leikmönnum Rouen í leiknum eða 37 mínútur. Haukur Helgi var gerður að fyrirliða liðsins og hefur heldur betur verið að finna fjölina fyrir Rouen eftir meiðsli sem trufluðu hann fyrir áramót. 

 

Charleville-Méziéres með Martin Hermansson í broddi fylkingar töpuðu fjórða leiknum sínum í röð í gær er liðið tapaði gegn Lille 74-71. Martin var að vanda í byrjunarliði og endaði með 13 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. 

 

Lið þeirra Hauks og Martins eru á algjörlega sitthvorum staðnum í deildinni. Martin og Charleville eru enn í þriðja sæti með 11 sigra en þurfa að líta aftur fyrir sig því nokkur lið nálgast liðið eftir taphrinu síðustu vikna. Haukur og Rouen eru í 16 sæti með 8 sigra eins og reyndar fimm önnur lið svo ljóst er að stutt er á milli í þessari deild. 

 

Marting og Haukur mætast einmitt á vellinum í næstu umferð en sá leikur fer fram 3. mars en síðast þegar liðin mættust vann Charleville 89-85.  

 

 

Mynd / A-D Lamour – Rouenmetrobasket.com

Fréttir
- Auglýsing -