spot_img
HomeFréttirHaukur Pálsson til Maryland

Haukur Pálsson til Maryland

 
Landsliðsmaðurinn Haukur Pálsson hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli liða í Evrópu og skóla í Bandaríkjunum. Síðastliðið sumar ákvað Haukur að fara til Florida til að stunda nám og leika körfubolta með Montverde skólanum. Það hefur gengið mjög vel og hafa margir góðar háskólar verið á eftir honum og þar á meðal Maryland. www.kki.is greinir frá.
Á dögunum var Haukur staddur á leik Maryland og Duke en hann var þar í boði skólans. Duke var fyrir þennan leik í 4. sæti á listanum yfir bestu skóla landsins og Maryland í 22. Fyrir framan 18.000 áhorfendur höfðu heimamenn betur 79:72.
 
Nú hefur Haukur ákveðið að fara til Maryland en hann hefur gert munnlegt samkomulag við skólann og gengið verður frá öllum formlegum pappírsmálum í apríl.
 
Maryland leikur í ACC riðlinum sem hefur undanfarna áratugi verið einn af 2-3 bestu riðlum landsins. Á meðal skóla sem leika í ACC eru: North Carolina, Virginia, Florida State, Clemson og Georgia Tech svo einhverjir séu nefndir. Maryland vann NCAA meistaratitilinn 2002 sem er eini titill skólans svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá þessum stórefnilega leikmanni.
 
www.kki.is
Ljósmynd/ Snorri Örn Arnaldsson 
Fréttir
- Auglýsing -