14:00
{mosimage}
(Haukur í Solna með U 16 ára landsliði Íslands)
Haukur Helgi Pálsson leikmaður Fjölnis og unglingalandsliðsins hefur vakið gríðarlega athygli síðustu árin. Haukur var valinn besti leikmaðurinn á Norðurlandamótinu í maí sl. og svo vakti hann mikla athygli í æfingabúðum NBA sem fóru fram í Tyrklandi sl. sumar og komst hann m.a. í úrvalslið mótsins. Þetta kemur fram á www.kki.is
Á Evrópumóti U-16 ára landsliði í ágúst sl. var Haukur í miklu aðalhlutverki og var einn af betri leikmönnum mótsins og var með þeim hæstu í nokkrum tölfræðiþáttum.
Ítalska liðið Stella Azzurra sem er unglingalið Roma liðsins sem Jón Arnór lék með sl. tímabil hefur boðið Hauki að leika með því á móti sem ber heitið Meistaradeild unglingaliða á milli Jóla og Nýárs. Þetta er mikill heiður.
Hægt verður að fylgjast með Hauki hér: http://www.euroleague.net/events/nijt/rome



