spot_img
HomeFréttirHaukur Pálsson er í Tyrklandi í Körfuboltabúðum án landamæra

Haukur Pálsson er í Tyrklandi í Körfuboltabúðum án landamæra

13:24

{mosimage}

Körfubolti án landamæra er yfirskrift verkefnis sem hrundið var af stað fyrir 8 árum síðan þar sem ungum og efnilegum leikmönnum er safnað saman.

Haukur Pálsson leikmaður Fjölnis og U-16 ára landsliðs Íslands var valinn sem fulltrúi Íslands að þessu sinni og er hann vel að því kominn. Haukur hélt til Tyrklands í gærmorgun og gekk ferðin vel hjá honum og lætur hann vel af því sem komið er.

Þjálfarar í búðunum eru m.a. leikmennirnir Mehmet Okur Utah Jazz og Hedo Turkoglu Orlando Magic.

Hægt er að lesa meira um þetta verkefni hér

www.kki.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -