spot_img
HomeFréttirHaukur og Martin tapa í fyrstu umferð

Haukur og Martin tapa í fyrstu umferð

Úrvalsdeildin er hafin í Frakklandi þar sem Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson voru í eldlínunni síðastliðið föstudagskvöld. Báðir urðu þeir að fella sig við ósigur á útivelli.

Le Portel 73 – 62 Cholet
Haukur Helgi kom inn af bekknum og skoraði 4 stig á 14 mínútum fyrir Cholet en hann var einnig með eitt frákast og eina stoðsendingu en stigahæstur var liðsfélagi hans David Michineau með 19 stig og 2 stoðsendingar.

Dijon 86-61 Chalons-Reims
Martin Hermannsson var í byrjunarliðinu og skoraði 10 stig á 30 mínútum fyrir Chalons-Reims og var auk þess með eina stoðsendingu.

Næstu leikir eru strax annað kvöld 26. september þegar Martin og Chalons-Reims fá Antibes í heimsókn og Cholet tekur á móti Hyeres-Toulon.

Fréttir
- Auglýsing -