spot_img
HomeFréttirHaukur og félagar leika um 3. sætið

Haukur og félagar leika um 3. sætið

 
Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans í miðskólaliðinu Montverde Academy töpuðu síðustu nótt í undanúrslitum gegn Paterson Catholic á Palms City Classic mótinu sem er eitt sterkasta miðskólamót Bandaríkjanna.
Haukur var ekki í byrjunarliðinu en lék í 31 mínútu í leiknum og var þriðji stigahæsti maður liðsins með 10 stig. Montverde lá 51-63 í leiknum þar sem Haukur var einnig með 8 fráköst.
 
Í nótt leikur Montverde um 3. sætið á mótinu gegn Newark St. Benedict skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -