spot_img
HomeFréttirHaukur með þrjú stig í sigri gegn Alicante

Haukur með þrjú stig í sigri gegn Alicante

 
Assignia Manresa og Lucentum Alicante mættust í æfingaleik í gærkvöldi á Spáni en undirbúningstímabilið þar í landi eins og víðast hvar annars staðar er í fullum gangi. Skemmst er frá því að segja að Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa fóru með öruggan sigur af hólmi, 81-61.
Haukur Helgi gerði þrjú stig í leiknum en á laugardag verða Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza á ferðinni þegar þeir taka á móti Asefa Estudiantes.
 
Fréttir
- Auglýsing -