Breogan er komið í undanúrslit í LEB Gold deildinni á Spáni eftir 80-66 sigur á Penas Huesca í oddaviðureign liðanna í átta liða úrslitum. LEB Gold deildin er næst efsta deildin á Spáni og var Haukur Helgi stigahæstur í oddaleiknum með 19 stig.
Haukur var 2-3 í teignum, 5-8 í þristum eða sjóðandi heitur og þá var hann einnig með 3 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Breogan arkar því áfram inn í undanúrslitin þar sem liðið mætir Burgos. Breogan hafnaði í 4. sæti deildarkeppninnar með 18 sigra og 8 tapleiki en Burgos hafnaði í 3. sæti með 19 sigra og 7 tapleiki.