Haukur Helgi Pálsson skoraði 15 stig í gærkvöldi þegar Rouen varð að játa sig sigrað 94-78 gegn Blois í frönsku Pro-B deildinni. Haukur var með 15 stig á 37 mínútum og 3 fráköst.
Með tapinu í gær er Rouen í fimm liða pakka frá 11.-15. sæti þar sem öll lið eru með 10 sigra og 13 tapleiki.
Mynd/ Facebook-síða Rouen – Haukur Helgi gerði 15 stig í gær en það dugði ekki til.



