spot_img
HomeFréttirHaukur lá gegn Barcelona

Haukur lá gegn Barcelona

Landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson máttu báðir sætta sig við ósigur í ACB deildinni á Spáni í dag og í báðum tilfellum á heimavelli. Zaragoza tapaði gegn Asefa og Manresa lá gegn stórliði Barcelona.
 
CAI Zaragoza 77-82 Asefa Estudiantes
Jón Arnór Stefánsson er kominn aftur á ról eftir meiðsli. Jón lék í tæpar fjórar mínútur í leiknum í dag en skoraði ekki. Hann átti eitt þriggja stiga skot sem vildi ekki niður og gaf eina stoðsendingu. Michael Roll var stigahæstur hjá Zaragoza með 15 stig en Carl Inglés gerði 27 stig í liði Asefa.
 
Manresa 76-88 Barcelona
Haukur gerði eitt stig í leiknum á níu mínútum en hann var einnig með eitt frákast. Stigahæstur hjá Manresa var Adam Hanga með 17 stig og hjá Barcelona var Ante Tomic með 24 stig og 8 fráköst.
 
Staðan í ACB deildinni
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 20 19 1 1,784 1,518  
2   Caja Laboral 20 17 3 1,644 1,516  
3   Herbalife Gran Canaria 20 13 7 1,509 1,430  
4   Regal FC Barcelona 20 12 8 1,586 1,444  
5   Valencia Basket 20 12 8 1,639 1,548  
6   Uxue Bilbao Basket 20 12 8 1,624 1,553  
7   CAI Zaragoza 20 11 9 1,541 1,453  
8   Asefa Students 20 11 9 1,624 1,550  
9   Joventut FIATC 20 10 10 1,541 1,590  
10   Blusens Monbus 20 9 11 1,486 1,482  
11   Unicaja 20 9 11 1,449 1,469  
12   CB Murcia UCAM 20 9 11 1,563 1,660  
13   CB Canarias 20 8 12 1,508 1,586  
14   Blancos de Rueda Valladolid 20 8 12 1,513 1,654  
15   Cajasol 20 7 13 1,436 1,522  
16   Mad-Croc Fuenlabrada 20 6 14 1,480 1,615  
17   Manresa Bàsquet 20 4 16 1,526 1,665  
18   Lagun Aro GBC 20 3 17 1,389 1,587
  
Fréttir
- Auglýsing -