spot_img
HomeFréttirHaukur í sviðsljósinu í kvöld: Væntingarnar miklar

Haukur í sviðsljósinu í kvöld: Væntingarnar miklar

 
Í kvöld leikur Haukur Helgi Pálsson sinn fyrsta alvöru leik með Maryland háskólanum í Bandaríkjunum þegar liðið tekur þátt í 2K Classic mótinu og er andstæðingurinn að þessu sinni lið Seattle háskólans. Karfan.is náði í skottið á Hauk sem sagði væntingarnar ávallt miklar hjá Maryland skólanum sem leikur í einni sterkustu deild háskólaboltans, ACC. 2K Classic mótið telur 3 leiki fyrir Maryland, í kvöld gegn Seattle, 10. nóvember gegn Charleston og 14. nóvember gegn Maine.
Hvernig leggst fyrsti opinberi leikurinn með Maryland í þig?
Pínu kvíði, spenna og gleði í manni. Þetta verður svakaleg reynsla að spila fyrir framan nokkur þúsund manns.
 
Hvaða væntingar eru til liðsins fyrir tímabilið?
Okkur var náttúrulega spáð 5. sæti ef ég man rétt, en við ætlum okkur hærra en það. Væntingarnar eru miklar eins og alltaf hérna.
 
Átt þú von á að spila eitthvað í vetur?
Eins og er þá lítur út fyrir að eg fái að spila eitthvað í vetur. Ég er búinn að standa mig ágætlega i þessum æfingjaleikjum og svoleiðis, þannig að ég held að í dag fær maður þá að sjá svona hvar maður stendur í þessu liði.
 
Að lokum, hvernig fer svo leikurinn í kvöld?
Auðveld spurning, við vinnum! Þannig er hugarfar okkar allaveganna. Þetta Seattle lið er run and gun lið, þeir hlaupa völlinn og allir geta skotið þriggja þannig ef við hlaupum aftur og gefum þeim ekki mikið af opnum skotum vinnum við þetta!
Fréttir
- Auglýsing -