spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi til Spánar

Haukur Helgi til Spánar

Haukur Helgi Pálsson hefur samið við lið fyrir næstu leiktíð í evrópu. Fyrr í dag tilkynnti lið Morabanc Andorra Hauk Helga sem nýjan leikmann liðsins.

Haukur lék með Unics Kazan á síðustu leiktíð við góðan orðstýr, þar var hann með 5,9 stig að meðaltali í leik. Að tímabilinu loknu var sameiginleg ákvörðun leikmanns og liðsins að endurnýja ekki samninginn í Rússlandi. Haukur hefur leikið í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð og nú síðast Rússlandi.

Á heimasíðu Andorra félagsins segir þjálfari liðsins Francesc Solana um Hauk: “Haukur er mjög áreiðanleg þriggja stiga skytta sem hann mun hjálpa okkur mikið með. Auk þess að geta gert marga aðra hluti á vellinum en við erum alltaf að leita af fjölhæfum leikmönnum.”

“Hann hefur góða hæfni að lesa leikinn vegna reynslu sinnar og getur varist leikmönnum í mörgum stöðum á vellinum sem mun reynast okkur mjög vel”

Morabanc Andorra leikur í efstu deild á Spáni sem löngum hefur verið talin sterkasta landsdeild evrópu. Liði mun leika í Euro Cup á næstu leiktíð sem er systradeild Eurobasket.

Fréttir
- Auglýsing -