spot_img
HomeFréttirHaukur Helgi Pálsson

Haukur Helgi Pálsson

dFullt nafn: Haukur Helgi Pálsson

 

Aldur: 15 á 16 ári

 

Félag: Fjölnir

 

Hjúskaparstaða: Lausu

 

Happatala: 13

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Ég byrjaði 8 ára hjá Ragga Torfa í fjölni

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Bræður mínir Tryggvi og Magnús Pálssynir

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Brenton Njarðvik, veit voða lítið um hinar deildirnar.

 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikur í Iceland Express-deild karla og kvenna og 1. deild karla? Darrell Flake og TaKesha Watson, horfi nú voðalítið á 1 deildina þannig ég veit það bara ekki.

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Ægir Þór Steinarsson

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Raggi Torfa

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Benedikt Guðmundsson

 

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Kobe Bryant

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar í dag? Kobe Bryant

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei en maður stefnir á það.

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? NM 2007

 

Sárasti ósigurinn? Úrslitaleikurinn á NM 2008

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Körfubolti!

 

Með hvaða félögum hefur þú leikið? Fjölni.

Uppáhalds:

kvikmynd: Braveheart og Patriot klikka ekki
leikari: Will Smith og Mel Gibson
leikkona: veit ekki

bók: Kobe bókin, man ekki alveg hvað hún hét
matur: Önd
matsölustaður: American Style
lag: þau eru svo mörg get ekki valið eitt
hljómsveit: bara rapp

staður á Íslandi: Sumarbústaðurinn
staður erlendis: Bandaríkin
lið í NBA: Lakers
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Hef bara ekki hugmynd
heimasíða: Karfan.is

 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Klæði mig í búning og hita upp 

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Maður hugsar meira út í tapleiki þannig verður maður ekki að segja tapleikjum

 

Furðulegasti liðsfélaginn? Ægir Þór Steinarsson

 

Besti dómarinn í IE-deildinni? Simmi (Sigmundur Már Herbertsson)

 

Erfiðasti andstæðingurinn? Ég sjálfur 

 

Þín ráð til ungra leikmanna? Aldrei að slaka á á æfingum, alltaf vera á fullu og ná sem mest úr æfingunum.

 

Viltu fækka útlendingum í körfuboltanum á næsta ári? (Spurning frá síðasta þátttakanda í 1 á 1) Já, fínt að hafa einn kana bara og ekkert meir, enga Evrópu búa nema Íslendinga að sjálfsögðu.

 

Að hverju viltu spyrja þann sem verður næst í 1 á 1?  Hver finnst þér að hefði átt að vera MVP í NBA deildinni?

Fréttir
- Auglýsing -