spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi og Andorra lutu í lægra haldi fyrir Real Madrid

Haukur Helgi og Andorra lutu í lægra haldi fyrir Real Madrid

Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra máttu þola tap í kvöld fyrir stórliði Real Madrid í ACB deildinni á Spáni, 69-75. Andorra í 11. sæti deildarinnar eftir leikinn með sjö sigurleiki og níu tapaða það sem af er tímabili.

Haukur Helgi lék 25 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann fimm stigum, sex fráköstum og stolnum bolta. Næsti leikur Andorra í deildinni er 9. janúar gegn Urbas Fuenlabrada.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -