spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukur Helgi og Andorra lágu gegn Spánarmeisturum Baskonia

Haukur Helgi og Andorra lágu gegn Spánarmeisturum Baskonia

Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra töpuðu í dag fyrir meisturum Baskonia í ACB deildinni á Spáni, 84-67. Andorra það sem af er tímabili með sjö sigra og átta töp í ellefta sæti deildarinnar.

Á 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi sex stigum, tveimur fráköstum og fimm stoðsendingum. Það er stutt á milli leikja á liðinu þessa dagana, en næst á dagskrá eiga þeir frestaðan leik gegn stórliði Real Madrid komandi mánudag 4. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -