Ísland mætir heimamönnum í Finnlandi í lokaleik sínum á EuroBasket 2017 í kvöld. Við ræddum við leikmann liðsins, Hauk Helga Pálsson, eftir leik gegn Slóveníu í gær um leikinn í kvöld. Haukur hrósaði framgöngu finnska liðsins það sem af er móti og sagði þá harða í horn að taka.